Ráðgjöfin byggir á mikilli faglegri þekkingu og áratuga reynslu innan fjölbreyttra atvinnugreina. Ráðgjöfin er sniðin að þörfum og aðstæðum hverju sinni hjá viðskiptavinum. Miklu skiptir að nálgast viðfangsefnin á skipulegan og hagkvæman hátt og ná fram þeim lausnum sem eiga við. Með því að laða fram góð ferli og verklag og vita hvert skal stefnt er óvissu umbreytt í fullvissu og áhætta í rekstri þannig lágmörkuð.

Ráðgjöf almennt

ISO Stjórnunarkerfi
og úttektir

Gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001
Áhættustjórnun samkvæmt ISO 31000
Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað samkvæmt ISO 45001
Eigna- og viðhaldsstjórnun samkvæmt ISO 55001
Úttektir samkvæmt ISO 19011

CE-merkingar

CE-merkingar og New-Approach
Lækningatæki
Öryggi véla

FLUGtengd starfsemi

Mikil reynsla af stjórnunarkerfum í flugtengdri starfsemi sem nýtist bæði innan þeirrar atvinnugreinar sem og innan annarra atvinnugreina. Viðhaldsstjórnun loftfars er t.d algert grundvallaratriði eigi það að vera lofthæft á þeim tíma þegar á að nýta það.

Leikmenn vona, atvinnumenn vinna.
— Garson Kanin, 1912-1999, rithöfundur